Icelandic(IS)English (United Kingdom)

Könnun

Hefurðu notað bændagistingu
 
Áhugaverðir staðir í næsta nágrenni
Mjög vinsæl gönguleið er upp með Rauðsgili, sem skilur að Steindórsstaði og næstu jörð. Fjöldi fallegra fossa er í gilinu. Litlu ofan við fosskastið við Einiberjafoss, efsta fossinn í sjálfu gljúfrinu, austanvert við ána, liggur svo ,,Fellaflóinn“. En um hann orti Jón Helgason í kvæði sínu ,,Á Rauðsgili“. Jón var búsettur um tíma á Rauðsgili, sem er næsti bær.

Hjáleið á Okveg, er síðan vinsæl reiðleið sem liggur upp með Rauðsgili og fylgir því að Tjaldhóli, og þaðan á Okveg.
Eins er mjög fallegt útsýni ef gengið er á hálsinn fyrir ofan bæinn.

Þekktir staðir í nágrenninu eru margir. Ber þá helst að nefna:

  • Reykholt- 2km. Þar bjó Snorri Sturluson og má enn sjá merkar fornminjar frá hans tíð s.s. Snorralaug. Snorrastofa, stofnuð Snorra til heiðurs, setur upp fróðlegar sýningar í kjallara kirkjunnar, en í húsakynnum hennar er einnig bókasafn og minjagripaverslun.
  • Deildartunguhver-9km. Vatnsmesti hver í  Evrópu.
  • Hraunfossar-15km.
  • Húsafell-25 km. Sundlaug, golfvöllur og fallegar gönguleiðir. Þar býr listamaðurinn Páll Guðmundsson og má víða sjá verk hans, höggvin í grjót, er gengið er um svæðið.  
  • Hvanneyri- 20 km. Ullarselið, Landbúnaðarsafnið, Landbúnaðarháskóli Íslands. 
  • Borgarnes-44 km. Næsti þéttbýliskjarni, sundlaug, byggðarsafn, Landnámssetrið, verslanir og öll almenn þjónusta.
  • Golfvöllur er síðan í Nesi sem er í um 5 km fjarlægð.


Smelltu á mynd

ahugaverdirstadirahugaverdirstadirahugaverdirstadirahugaverdirstadirahugaverdirstadirahugaverdirstadirahugaverdirstadir